18. júní 2025
Fréttir

Árbakkinn - sólstöðuhátíð í Nesi verður haldin 21. júní næstkomandi kl. 18 á útivistarsvæðinu í Nesi á Hellu.
Um er að ræða útitónleika þar sem margt af okkar fremsta tónlistarfólki kemur fram. Búast má við góðri stemningu fyrir alla fjölskylduna og aðgangur er ókeypis.
Þess má geta að sveitarfélagið er einn af styrktaraðilum tónleikanna og óskar tónleikahöldurum og þeim sem fram koma alls hins besta og gestum góðrar skemmtunar.