Áríðandi tilkynning - Lokun

Íbúar hafa eflaust tekið eftir miklum framkvæmdum við Suðurlandsveg, við Hellu. Um er að ræða framkvæmd á vegum Landsnets, en Landsnet undirbýr nú lagningu 66 kV jarðstrengs, Hellulínu 2, ásamt ljósleiðara, um 13 km leið á milli Hellu og Hvolsvallar. Strengurinn verður lagður í jörð frá tengivirki vestan Ytri-Rangár, að brúnni, þar sem hann verður settur í stiga utan á brúnna, og í jörðu aftur til Hvolsvallar.
Ónæði vegna framkvæmdarinnar verður haldið í lágmarki en óhjákvæmilega verða íbúar varir við framkvæmdina meðan á henni stendur. Íbúar og vegfarendur eru beðnir að sýna verktökum biðlund og tillitssemi.

 

Vegna þessara framkvæmda verður aðkomunni að Hellu úr hringtorginu inn á Miðvang lokað frá kl. 23:00, í dag 21. maí, og fram eftir nóttu. Bent er á aðrar leiðir s.s. Dynskála og Langasand.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?