Áríðandi tilkynning vegna vatnsveitu Þykkvabæjar

Plastsvarf komst í lagnir vatnsveitunnar í Þykkvabæ seinnipartinn í gær, 2. september 2025.

Verið er að vinna að hreinsun og íbúar eru beðnir um að skoða síur blöndunartækja á heimilum sínum og fyrirtækjum.

Ef fólk verður vart við minnkað rennsli er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð í síma 4875284.