Jólatré sótt í Bolholtsskóg.
Jólatré sótt í Bolholtsskóg.

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 13. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum. Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré. Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum. Við verðum auk þess með á plani tilhöggið greni og furu. Við bendum á að hægt er að kaupa greinar til skreytinga, bæði greni og furu. Afgreiðsla á greinunum er hjá Rafverkstæði Ragnars í Hvolsvelli á meðan birgðir endast og eins verða greinar í Bolholtsskógi á söludag. Þessar greinar eru tilvaldar til útiskreytinga. Vakin er athygli á því að félagar í Skógræktarfélagi Rangæinga fá greinarnar ókeypis. Nú erum við einnig með takmarkað magn af hnausplöntum til sölu sem hægt er að hafa hvort heldur sem er inni eða úti.

Þá bjóðum við uppá að fólk geti pantað tré og verður afhending eftir samkomulagi. Allar upplýsingar eru í símum 8692042 og 8621957.

Að þessu sinni verður ekki boðið uppá hressingu í skóginum og er það gert samkvæmt tilmælum vegna sóttvarnareglna.

Með kaupum á íslensku „jólatré“ stuðlum við að minni mengun, styrkjum gott málefni og starfsemi í heimabyggð. Upplagt er að fylgjast með Facebook síðu Skógræktarfélags Rangæinga en þar setjum við inn fróðleik og upplýsingar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?