Árshátíð Rangárþings ytra og Ásahrepps

Árshátíð Rangarþings ytra og Ásahrepps var haldin á Stracta Hótel Hellu s.l. föstudagskvöld og heppnaðist hún með eindæmum vel. Um 160 manns voru samankomin og nutu frábærs matar, skemmtiatriða og tónlistar. Veislustjóri var Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Á boðstólnum var frábært hlaðborð með jólaívafi, tónlistina fluttu Margrét Grétarsdóttir í Stóra-Klofa og Hrafnkell Óðinsson í Snjallsteinshöfða og um skemmtiatriðin sáu sveitarstjórn, Heklukot og sundlaugin Hellu. Þema kvöldsins voru höfuðföt og var gaman að sjá hversu margir lögðu metnað í það, veittir voru 2 vinningar, fyrir flottasta og krúttlegasta höfuðfatið. Flottasta höfuðfatið kom í hlut Guðna G. Kristinssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur. Verðlaun fyrir krúttlegasta höfuðfatið komu í hlut Þórhalls Svavarsson. Í vinning var gisting fyrir tvo á Stracta Hótel Hellu með morgunmat. Takk fyrir frábært kvöld!

Krúttlegasta höfuðfatið

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?