Ársreikningur samþykktur í sveitarstjórn

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2022 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 19. apríl 2022 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 19. apríl 2022 og var vísað til seinni umræðu þar sem hann var tekinn fyrir og samþykktur 10. maí. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.179 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 293 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 218 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 2.896 milljónum

Ársreikning má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?