Átt þú hund og býrð í þéttbýli í Rangárþingi ytra?

Átt þú hund og býrð í þéttbýli í Rangárþingi ytra?

Athygli er vakin á því að allir hundar í þéttbýli eiga að vera skráðir.

Umsókn um leyfi til hundahalds skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en mánuði eftir að dýrið kemur á heimili.

Greitt er árgjald fyrir hunda samkvæmt gjaldskrá. Innifalið í því er ormahreinsun framkvæmd af dýralækni ásamt ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem þeir kunna að valda.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða á netfangið ry@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?