Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Aðalskipulag Rangárþings ytra,  óveruleg breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. (námur)

Heppsráð Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10. ágúst  2012, óverulega breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Inn í aðalskipulag koma 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3.

Ástæða breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur til vegna brýnnar nauðsynjar á lagfæringum Þingskálavegar. Framkvæmdin fellur vel að markmiði sveitarstjórnar um að bæta samgöngur m.a. til að auka umferðar- og rekstraröryggi.  Bættar samgöngur bæta einnig tengingu íbúa og frístundaaðila við þjónustu á Hellu, þ.á.m. við heilbrigðisþjónustu. Bættar samgöngur styrkja þannig svæðið sem sameiginlegt atvinnusvæði.  Nú þegar er námuvinnsla á ofangreindum svæðum, þar sem landeigendur taka efni til eigin nota og þessi breyting er gerð í samráði við landeigendur.

Það er niðurstaða hreppsráðs að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða og er breytingin auglýst í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Hægt er að skoða ofangreinda aðalskipulagsbreytingu á vefsíðu skipulagsfulltrúa: www.map.is/rang

Netfang hjá skipulagsfulltrúa: runar@rang.is

Hvolsvelli 15. ágúst 2012
f.h. Rangárþings ytra

Rúnar Guðmundsson
skipulagsfulltrúi
Rangárþings bs.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?