Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

1301007 - Minni-Vellir, Rangárþingi ytra

Um er að ræða deiliskipulag á 10 ha spildu úr landi Minni-Valla, landnr. 220262. Fyrirhugað er að byggja sumarhús og gestahús á lóðinni.

1301032 - Svínhagi, lóð SH5, Rangárþingi ytra

Deiliskipulagið nær til um 3 ha eignarlóðar úr landi Svínhaga á Rangárvöllum. Skipulagssvæðið liggur norðan Selsundslækjar og sunnan Þingskálavegar og hefur landnr. 211016. Heimilt verður að byggja tvö sumarhús og tvö gestahús/geymsluhús á lóðinni.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, undir málaflokknum "Skipulags- og byggingarmál".

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. apríl 2013 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?