Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi  Rangárþings ytra 2010-2022.

Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti þann 26. mars, 2013 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Landeigendur hafa áform um að byggja upp frístundasvæði á jörðinni Jarlsstaðir úr alndi Stóru-Valla og því eru fyrirhugaðar allnokkrar breytingar á landnotkun, en jörðin er skilgreind sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Jarlsstaðir eru lögbýli.

Lýsing - PDF(957 KB)

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?