Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Búrfellslundur, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi óbyggt svæði með tengingu við Skógræktar- og landgræðslusvæði við Vaðöldu sunnan Sultartangalóns verði gert að iðnaðarsvæði fyrir allt að 120 MW vindorkuver. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 en frestur var framlengdur til 12. janúar 2024. Athugasemdir sem bárust frá umsagnaraðilum gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga né endurauglýsingar á tillögunni, þótt tekið hafi verið tillit til fram kominna athugasemda við gerð hennar og hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra eftir umfjöllun á tillögu að deiliskipulagi

Búrfellslundur, vindlundur austan Sultartanga, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 tillögu að deiliskipulagi fyrir allt að 120 MW vindorkuveri við Vaðöldu sunnan Sultartangalóns. Deiliskipulagið tekur til þeirra framkvæmda sem bygging vindorkuvers gerir ráð fyrir s.s. allt að 30 vindmyllum, undirstöðum, vinnuplönum, vegum, jarðstrengjum, safnstöð vindorkuvers, tengivirki, geymslusvæðum og aðstöðu verktaka. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 en frestur var framlengdur til 12. janúar 2024. Athugasemdir sem bárust frá umsagnaraðilum gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga né endurauglýsingar á tillögunni, þótt tekið hafi verið tillit til fram kominna athugasemda við gerð hennar og hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Niðurstöðu sveitarstjórnar er hægt að kæra til úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála.

Öll gögn þessara skipulagsáætlana má þar að auki nálgast í gegnum rafræna skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?