Auglýsing um starf!

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins í 100% stöðu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Færsla bókhalds og bókun reikninga.
  • Afstemmingar á bókhaldi.
  • Þátttaka í vinnslu uppgjörs og frágangs bókhalds fyrir endurskoðun.
  • Virðisaukskattsuppgjör
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af bókhaldi skilyrði og þekking á bókhaldi sveitarfélaga mikill kostur
  • Góð þekking á upplýsingatækni, s.s. Excel skilyrði
  • Þekking og reynsla af Navision bókhaldskerfi kostur
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð

Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu.

Umsóknarfrestur er til 1. október. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á klara@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri (klara@ry.is) og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri (agust@ry.is).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?