Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra
Undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar Hvammsvirkjunar
Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst útgáfa framkvæmdaleyfis vegna undirbúningsframkvæmda vegna byggingar Hvammsvirkjunar:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 15. ágúst 2025 útgáfu framkvæmdaleyfis vegna undirbúningsframkvæmda Hvammsvirkjunar.
Leyfið er bundið við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar sem þegar eru hafnar og hafa ekki áhrif á vatnshlot sbr. virkjunarleyfi til bráðabirgða, dags. 11. ágúst 2025. Undirbúningsframkvæmdirnar felast í gerð aðkomuvegar og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð, þ.m.t. efnisvinnslu fyrir Búðafossveg, auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Efnisvinnsla felur í sér sprengingar og forskurð á bergi í efsta hluta fyrirhugaðs frárennslisskurðar. Framkvæmdaleyfið tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Framkvæmdaleyfið nær til framkvæmda sem er nánar lýst í umsókn framkvæmdaaðila, greinargerð framkvæmdaaðila og öðrum fylgiskjölum umsóknar en hægt er að nálgast frekari upplýsingar og áður talin fylgigögn í Skipulagsgáttinni undir máli nr. 1131/2025. Leyfið er bundið við þau skilyrði og mótvægisaðgerðir sem fram koma í greinargerð sveitarstjórnar skv. 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur 1 mánuður frá því að auglýsingu um útgáfu framkvæmdaleyfisins birtist í Lögbirtingablaði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.uua.is
Fh. Rangárþings ytra
Haraldur Birgir Haraldsson, skipulagsfulltrúi