Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra
Tilfærsla Sigöldulínu 3 vegna byggingu nýs tengivirkis við Ferjufit
Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst útgáfa framkvæmdaleyfis vegna tilfærslu Sigöldulínu 3 vegna byggingu nýs tengivirkis við Ferjufit
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2026, á grundvelli heimildar í skipulagslögum, að gefa út framkvæmdaleyfi á tilfærslu Sigöldulínu 3 vegna byggingu nýs tengivirkis við Ferjufit. Skipulagsfulltrúa var falið að gefa út framkvæmdaleyfi.
Landsnet áformar að byggja nýtt tengivirki við Ferjufit sem mun taka við raforku frá Vaðölduveri Landsvirkjunar. Samhliða því þarf að hliðra nokkrum möstum í Sigöldulínu 3 til að aðlaga línuna að vindorkuverinu og þessu nýja tengivirki. Alls verða 9 möstur fjarlægð og 11 ný möstur reist í þeirra stað litlu sunnar, nemur færslan frá nokkrum metrum upp í um hundrað metra þar sem mest er við tengivirkið.
Framkvæmdaleyfið nær til framkvæmda sem er nánar lýst í umsókn framkvæmdaaðila, greinargerð framkvæmdaaðila og öðrum fylgiskjölum umsóknar en hægt er að nálgast frekari upplýsingar og fylgigögn í Skipulagsgáttinni undir máli nr. 83/2026. Leyfið er bundið við þau skilyrði og mótvægisaðgerðir sem fram koma í greinargerð sveitarstjórnar skv. 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur 1 mánuður frá því að auglýsingu um útgáfu framkvæmdaleyfisins birtist í Lögbirtingablaði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.uua.is
Fh. Rangárþings ytra
Haraldur Birgir Haraldsson, skipulagsfulltrúi