Auglýst eftir sérkennara - Leikskólinn Heklukot

Leikskólinn Heklukot

Auglýst er eftir sérkennara í 50-100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu.

Leikskólinn Heklukot er 4 deilda leikskóli þar sem starfa 68 börn og 27 kennarar og starfsmenn. Í Heklukoti er unnið eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir mark-miðum heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Verkefni: Helstu verkefni sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra.

Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi.

Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af vinnu með sérkennslu-börnum.

Hæfni: Umsækjandi þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa góða ís-lenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera til-búinn til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Umsóknafrestur er til 29. febrúar n.k. Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/heklukot undir flipanum- Um leikskólann – Starfsumsóknir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 488 7045 eða með tölvupósti á heklukot@ry.is

Rangárþing Ytra er einstaklega fallegt umhverfi. Stjórnsýsla sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Veitt er góð þjónusta við íbúa sveitafélagsins. Þar er góður leikskóli, fram-sækinn grunnskóli og íþrótta- og tómstundastarf er öflugt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?