Bílastæðabókanir teknar upp í Landmannalaugum

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt um bókunarkerfi fyrir bílastæði í Landmannalaugum sem taka á gildi frá og með sumrinu 2024.

Fyrirkomulag

Frá og með 20. júní til og með 15. september verður áskilið að bóka bílastæði fyrirfram fyrir einka- og bílaleigubíla sem koma í Landmannalaugar á milli kl. 08:00 og 15:00.

Sumarið 2024 munu rútur og aðrir ferðaþjónustuaðilar ekki þurfa að bóka fyrirfram en munu þó þurfa greiða þjónustugjaldið á milli kl. 8 og 15.

Reglurnar gilda aðeins um bílastæðið við Landmannalaugar sjálfar og ná ekki til umferðar innan friðlands að Fjallabaki að öðru leyti.

Gjaldskrá

Þjónustugjaldið er samkvæmt gjaldskrá UST en út árið 2024 verður veittur 40% afsláttur.

Gjaldskrá sumarið 2024 er eftirfarandi:

Fjöldi sæta í bíl Verð
1–5 450 kr.
6–9 600 kr.
10–18 1200 kr.
19–32 2400 kr.
33–64 4500 kr.

Heimild: UST

 

Aðkallandi álagsstýring

Gripið er til þessa ráðs vegna síaukinnar umferðar um svæðið og viðvarandi umferðarteppu og öngþveitis á mestu álagstímum.

Áframhaldandi aukningar ferðamanna er spáð á næstu árum og því var talið aðkallandi að grípa til aðgerða, bæði til að vernda umhverfi Landmannalauga og til að gæta að upplifun og ánægju þeirra sem sækja svæðið heim.

 

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?