Bjargshverfi er nýtt hverfi á Hellu sem áætlað er að rísi vestan Rangár á næstu árum. Áætlanir gera ráð fyrir að fyrstu lóðirnar verði auglýstar á þessu ári.
Þann 20. maí síðastliðinn var haldinn íbúafundur á Hellu þar sem kynning fór fram á deiliskipulagi hverfisins. Fróðlegt var að sjá teikningarnar og í kynningunni kom fram að markmið skipulagsins væru að stækka og styrkja Hellu og gera svæðið að aðlaðandi búsetukosti. Gert er ráð fyrir um 100 íbúðum; blöndu af einbýlishúsum, rað- og parhúsum.
Kynninguna má skoða hér:
Uppdrætti hverfisins má skoða í heild sinni hér: