Björk Grétarsdóttir oddviti

Björk Grétarsdóttir oddviti

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra sem haldinn var 21 júní sl. var Björk Grétarsdóttir kjörin oddviti sveitarfélagsins. Á fundinum var einnig kjörið í önnur embætti sveitarstjórnar og ýmsar nefndir, ráð og stjórnir.

Hjalti Tómasson var kjörinn varaoddviti og Haraldur Eiríksson var kjörinn formaður byggðarráðs. Í byggðarráð voru kjörin auk Haraldar þau Hjalti Tómasson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir. Ágúst Sigurðsson var ráðinn áfram sem sveitarstjóri.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?