Börn, öryrkjar og eldri borgarar í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fá gefins árskort í sund.

Börn, öryrkjar og eldri borgarar í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fá gefins árskort í sund. Þetta gildir bæði í sundlaugina á Hellu og sundlaugina á Laugalandi óháð því í hvoru sveitarfélaginu viðkomandi er búsettur.  

Þeir íbúar sem vilja nýta sér þetta þurfa einungis að skrá sig þegar þeir mæta í sund og eftir það tekur árskortið gildi, það gildir þó alltaf bara út árið 2016 óháð því hvenær það er virkjað.

Gjaldskrá fyrir stök skipti í sundlaugina árið 2016 er hér:
Fullorðnir (16 ára og eldri)                           700 kr.
Börn (8-15 ára)                                            300 kr.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar                          300 kr.

Heildargjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðina er aðgengileg hér.
 


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?