Breytt dagskrá Íþróttahúss

 

Í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt s.l. laugardags varð mikið vatnsflóð í þorpinu á Hellu sem leiddi m.a. til þess að yfirborðsvatn og leir flæddi inn í Íþróttahúsið. Það er engu líkara en allsherjar skýfall hafi orðið hér á Hellu með þessum afleiðingum. Um leið og þetta uppgötvaðist var ræst út allt tiltækt lið og einnig voru kallaðir til fulltrúar frá tryggingafélagi Rangárþings ytra. Megin áhyggjuefnið er hið sérhæfða gólf íþróttahússins sem kann að hafa skemmst þó ekki sé það ljóst á þessari stundu. Sérfræðingar á vegum tryggingafélagsins eru nú með mikinn búnað við að þurrka undirlag gólfsins og er því íþróttahúsið lokað a.m.k. næstu 10 dagana. Á meðan á þessu stendur er starfsemin flutt í Íþróttahús okkar í Þykkvabæ og á Laugalandi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?