Brunavarnaæfing og kynning

Brunavarnaæfing og kynning

Tveir liðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu bs., Guðni G. Kristinsson og Sigfús Davíðsson,  fræddu starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins um rétt viðbrögð við eldvá og almennt um forvarnir. Starfsmenn fengu að kynnast því af eigin raun hvernig er að slökkva eld með eldvarnarteppi og handslökkvitæki.

Mikil ánægja var með þetta framtak Brunavarna hjá starfsmönnum skrifstofu en mikilvægt er að sem flestir kynnist því hvernig bregðast á við ef eldur kviknar. Það á ekki síst við nú um þessar mundir þar sem jólaskreytingar eru víða og mikil eldhætta af þeim oft á tíðum.

Eitt af því sem starfsmönnum þótti sláandi var að sjá hvað jólatré getur verið mikill eldmatur. Skoðið myndbandið hér að neðan til að sjá hversu lítill tími getur verið frá því að logi kviknar og herbergið er orðið alelda:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?