Mynd: Páll Imsland
Mynd: Páll Imsland

Byggðasmölun skal fara fram sunnudaginn 23 október 2022 í samræmi við Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu

FJALLSKILASAMÞYKKT fyrir Rangárvallasýslu. 27.gr Smölun heimalanda, byggðasmölun, skal fara fram eigi síðar en 25. október. Við byggðarsmölun er hver og einn skyldur til að smala allt heimaland sitt og hlýðnast þeim fyrirskipunum sveitarstjórnar, sem miða að því að vel sé smalað, og almenningur sé samtaka í smölun bæði innbyrðis og sveita á milli. Síðan skal varðveita vel allt óskilafé og koma því til skilarétta í tæka tíð næsta dag.

Gefa skal eigendum kost á að hirða sitt fé í heimaréttum, áður en það er flutt til skilarétta. Sé fyrirmælum um smölun heimalands ekki hlýtt og sterkur grunur leikur á að í viðkomandi landi sé um óskil að ræða, getur sveitarstjórn fyrirskipað smölun á kostnað umráðamanns viðkomandi jarðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?