Byggingaraðilar og hönnuðir mannvirkja í Rangárþingi ytra

Kynningarfundur er hér með auglýstur fyrir alla sem að byggingarmálum koma s.s. verktaka, byggingarstjóra, iðnmeistara og hönnuði í sambandi við tilkomu nýrrar rafrænnar byggingargáttar sveitarfélagsins. Samhliða mun tiltekin byggingargátt formlega verða innleidd og tekin í notkun.

Farið verður yfir þá þætti sem rafræn skráning bíður uppá í umhverfi mannvirkjagerðar, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar, og aðkomu byggingaraðila að því.

Fundurinn verður haldinn á hótel Stracta, fimmtudaginn, 23. maí nk og stendur yfir frá klukkan 13.00 til 14.00.

Allir sem áforma aðkomu að mannvirkjagerð hverskonar eru hvattir til að mæta.

Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulags- og byggingafulltrúi
Rangárþingi ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?