Býrð þú yfir heilsueflandi hugmynd ?
Rangárþing ytra er heilsueflandi samfélag.
 
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag er alltaf opinn fyrir hugmyndum hvort sem það eru viðburðir, verkefni eða annað sem sveitarfélagið getur unnið að til þess að vinna að markmiðum verkefnisins og stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
 
Hvað er heilsueflandi samfélag?
Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.
 
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?