Dagskrá Töðugjalda 2015

Hátíðin er haldin af íbúum sjálfum fyrir íbúa og gesti.  Allir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að skreyta hjá sér hús og garða í sínum litum. Íbúar í dreifbýli eru hvattir til að vera með, gulir fyrir austan Hellu, grænir fyrir vestan Hellu og rauðir í Þykkvabæ.  Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið eða býlið.  Viðurkenning fyrir best skreytta hverfið.

Tekið er við tilnefningum hjá Hrafnhildi í síma 898 1440 eða Særúnu í síma 897 7776.  Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 12:00 á laugardeginum.  Dómnefnd mun velja úr tilnefndum húsum og eða býlum.

Í tilefni Töðugjalda verður Hestaleigan Hella horse rental með tilboð á ferðum kl. 10:00, 15:00 og 18:00. Pantanir í síma 864-5950.

 

Dagskrá:

Föstudagur 14. ágúst
Íbúarölt hefst kl. 20:00 í rauða hverfinu, tekið á móti gestum í eða við þau hús þar sem kveikt er á kerti eða kyndli fyrir utan.

Laugardagur 15. ágúst

Kl. 11:00-13:00       

  • Töðugjöld bjóða til morgunverðar í íþróttahúsinu í boði Kökuvals, Reykjagarðs, Fiskáss, Kjarvals, Flúðaeggja og SS. Lifandi tónlist og Kvennakórinn Ljósbrá aðstoðar við framreiðslu. Seldir happdrættismiðar kr. 500 sem dregið verður úr á kvöldvöku, veglegir vinningar frá fyrirtækjum í sýslunni. Legobyggingakeppni. Keppendur hanna og byggja módel heima. Móttaka módela er á milli kl. 11:00-12:00 og þau höfð til sýnis í anddyri íþróttahússins. Kosið verður um flottasta módelið, keppt í tveimur flokkum 6 ára og yngri og 7 ára og eldri.

Kl. 11:00-17:00       

  • Hoppukastalar og leiktæki. Verðandi  10. bekkur Grunnskólans á Hellu verður með sjoppu á svæðinu.

Kl. 11:00-12:00       

  • Postularnir mæta og bjóða upp á hjólatúr.

Kl. 11:00-17:00       

  • Skottsala á planinu fyrir austan íþróttavöllin (gegnt bakaríinu), sölubásar í tengibyggingu íþróttahúss og í tjaldi við skólann. Kíkið í geymslurnar og komið með skottið fullt af varningi.

Kl. 13:00                

  • Vindmyllusmíði: spreyttu þig á hönnun vindmylluspaða með aðstoð starfsmanna Landsvirkjunar.  Verðlaun fyrir frumlegustu spaðahönnunina og mestu rafmagnsvinnsluna.  Klukkan 13:00 hefjast líka hestvagnaferðir Bettinu og standa fram eftir degi.

Kl. 13:45                    

  • Torfæruhlaup 6 km, ræsing á plani við sundlaug. Góð æfing fyrir þá sem hyggjast hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Síðustu 300-400 m verða hlaupnir á íþróttavelli. Skráning á staðnum frá kl. 13:00.

Kl. 13:45                    

  • Reiðhjólakeppni fyrir 12-16 ára, ræsing á íþróttavelli. Skráning á staðnum frá kl. 13:00.

Kl. 14:00                    

  • Barna-og fjölskylduskemmtun á íþróttavelli og sviði, stjórnandi Ingó veðurguð.

Kl. 14:15                    

  • Fegurðasamkeppni gæludýra á svið. Dómari frá Dýralæknamiðstöðinni ehf.

Kl. 14:30                   

  • Kassabílarallý á íþróttavellinum. Hver á kraftmesta bílinn og hver á frumlegasta bílinn? Skráning við svið frá kl. 13:30-14:00.

Kl. 15:00                    

  • Hæfileikakeppni, keppt í tveimur flokkum 8 ára og yngri og 9 ára og eldri. Skráning við svið frá kl. 14:00-14:30.

Kl. 15:30                 

  • Traktors-ökuleikni á túninu við Kanslarann. Skráning á staðnum frá kl. 15:00.

Kl. 16:15             

  • Bæjarhellubandið

Kl. 16:30                   

  • Zumbapartý

Kl. 17:00-20:00       

  • Hlé á dagskrá, allir fara heim, næra sig og skeyta fyrir kvöldvökuna.

Skrúðgöngur úr hverfum mæta svo stundvíslega kl. 20:00 á íþróttavöll.

Kl. 20:00                    

  • Kvöldvaka hefst á sviði við íþóttavöll. Ingó veðurguð sé um að halda uppi fjörinu og stjórnar hverfakeppni þar sem 2 pör úr hverju hverfi keppa ásamt skrúðgöngustjóra.
  • Sigurvegarar úr hæfileikakeppni barna sýna atriði sín og sagt verður frá hinum ýmsu sigurvegurum dagsins.
  • Dregið í happadrætti.
  • Beggi blindi.
  • Bæjarhellubandið.
  • Verðlauna- og viðurkenningarafhending fyrir best skreytta húsið og hverfið.
  • Brekkusöngur með Ingó verðurguð.

Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu.

Hljómsveitin Made-in sveitin endar Töðugjöldin með dúndurstuði í Árhúsum.

Eftirtaldir aðilar styrkja Töðugjöldin og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir:  Rangárþing ytra, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, Arion banki, Landsbankinn, Bakaríið Kökuval, Fiskás, Reykjagarður, Sláturfélag Suðurlands, Kjarval, Flúðaegg, Flugbjörgunarsveitin Hellu, Húsasmiðjan, Olís, Dýralæknamiðstöðin, Tannlæknaþjónustan, Mosfell, Vörumiðlun, Kanslarinn, Árhús, Fóðurblandan, Þjótandi, Gámaþjónustan, Sjúkraþjálfun Shou, Glerverksmiðjan Samverk, Hótel Rangá, Hótel Dyrhólaey, Hótel Lækur, Hótel Fljótshlíð, Kaffi Langbrók, Hellishólar, Hótel Hvolsvöllur, Veiðifélag Ytri-Rangár, Verkalýðsfélag Suðurlands, Hótel Leirubakki , Stracta og Sláturhúsið Hellu.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?