Dagur íslenskrar náttúru

 

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september, býður Grunnskólinn á Hellu foreldrum og öðrum áhugasömum í heimsókn kl. 11:00. Nemendur yngsta stigs flytja endurvinnslusöng Grænfánaskólans og nemendur 6. bekkjar kynna vistheimtarverkefni sem er samstarfsverkefni skólans, Landverndar og Landgræðslunnar. Verkefnið fjallar um endurheimt vistkerfa og á að stuðla að aukinni þekkingu á mikilvægi vistheimtar.

Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni Dags íslenskrar náttúru.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?