Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 15. nóvember  ætla nemendur Grunnskólans á Hellu að skemmta íbúum sveitarfélagsins með margvíslegum upplestri og söng í tilefni af degi íslenskrar tungu sem verður laugardaginn 16. nóvember.

1. og 2. bekkur heimsækir Heklukot kl. 11:10 og 3. og 4. bekkur fer á Lund kl. 10:30. Miðstigið verður með upplestur í Miðjunni og streymir einnig um með upplestur í nærliggjandi fyrirtæki (Olís, Arion banka, Mosfell, Pakkhúsið og Kökuval) frá klukkan 10:00-11:30.  Elsta stigið hefur útbúið veggspjöld með ljóðum og nýyrðum sem Jóns Hallgrímsson samdi og eru þau til sýnis á göngum skólans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?