Dagur íslenskrar tungu hjá Leikskólanum á Laugalandi

Dagur íslenskrar tungu hjá Leikskólanum á Laugalandi

Í morgun var haldið upp á Dag íslenskrar tungu í Leikskólanum Laugalandi.  Eins og undanfarin ár var dagurinn haldinn í samvinnu við fyrsta og annan bekk grunnskólans.  Nemendur grunnskólans höfðu æft söngva sem þeir fluttu fyrir leikskólabörnin og börn leikskólans fluttu frumsamin ljóð, sungu og fóru með þulur.  Þegar búið var að flytja fjölbreytt atriði var hópsöngur beggja skólastiga og síðan fengu nemendur leikskólans að rifja upp gamla takta og „leika sér“ smá stund í leikskólanum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?