Viktoría Huld og Dagur með verðlaunin / Mynd: Hestamannafélagið Geysir
Viktoría Huld og Dagur með verðlaunin / Mynd: Hestamannafélagið Geysir

Hestamannafélagið Geysir hélt uppskeruhátíð barna og unglinga á dögunum þar sem veitt voru knapaverðlaun fyrir besta árangur í barna- og unglingaflokki.

Í barnaflokki hneppti Viktoría Huld Hannesdóttir hnossið fyrir frábæran árangur á árinu, þar á meðal Íslandsmeistaratitil í barnaflokki gæðinga.

Í unglingaflokki var það Dagur Sigurðarson sem hlaut knapaverðlaunin en hann hampaði tveimur Íslandsmeistaratitlum á árinu og náði þess fyrir utan frábærum árangri á fjölmörgum mótum á árinu.

Geysir heldur úti gríðarlega öflugu barna- og unglingastarfi sem eftir er tekið og skilar sér í frábærum árangri.

Nánar má lesa um uppskeruhátíðina á síðu hestamannafélagsins með því að smella hér.