Dagur sauðkindarinnar!

Dagur sauðkindadarinnar í Rangárvallasýslu verður haldinn í Skeiðvangi laugardaginn 22. okt.

Kl 14 -17. Lýsing dóma á veturgömlum, lambhrútum og gimbrum og verðlaunaveitingar.

Ræktunarbú Rangárvallasýslu verðlaunað. Gestir kjósa litfegursta lambið. Happdrætti þar sem vinningar verða meðal annars 2 úrvalsgimbrar, hótelgisting, jólahlaðborð, kvöldverður. o.fl.

Miðaverð 1000 kr. Bókakaffi B.H. verður með sölubás. Sláturfélag Suðurlands býður upp á kjötsúpu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?