Dagur Sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
DAGUR SAUÐKINDARINNAR Í RANGÁRVALLASÝSLU
 
Fer fram laugardaginn 1. október 2022 í Reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar.
 
Dómar byrja kl. 10:00
Sýningin hefst kl. 13:00
 
Koma má með hrúta og gimbrar sem hafa hlotið 32 mm bakvöðva að lágmarki og 18,5 fyrir læri.
Bændur eru jafnframt hvattir til að koma með bestu lömbin úr ásetningsvali haustsins, en ekki verður búið að dæma á öllum bæjum þegar dagurinn verður haldinn. Heimilt er að koma með allt að 5 lömb af hvoru kyni frá hverjum bæ.
 
Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi:
Besta hyrnda lambhrútinn.
Besta kollótta lambhrútinn.
Bestu kollóttu gimbrina.
Bestu hyrndu gimbrina.
Besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2021.
Bestu 5. vetra ána úr kynbótamati ársins 2021.
Ræktunarbú ársins 2021.
Þykkasta bakvöðvann.
Og síðast en ekki síst Litfegurstu gimbrina - valda af áhorfendum.
 
Bændur eru hvattir til að koma með litfögur lömb í Litasamkeppnina.
 
Markaðsborð verða á staðnum og þeir sem vilja selja handverk sitt er velkomið að koma og bjóða það til sölu í salnum.
 
Happdrætti með veglegum vinningum.
 
SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu.
 
Skráning og frekari upplýsingar hjá Stefáni 896-8523
 
Félag Sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?