10. nóvember 2025
Rangárþing ytra hefur að undanförnu unnið að gerð lögbundinnar þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið. Markmið slíkrar stefnu er að lýsa því þjónustustigi sem sveitarfélagið veitir og hyggst veita íbúum sínum og tryggja að allir íbúar njóti góðrar og aðgengilegrar þjónustu, óháð búsetu.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber að hafa samráð við íbúa við gerð stefnunnar. Drög að þjónustustefnunni liggja nú fyrir og eru birt hér til kynningar.
Íbúar eru eindregið hvattir til að kynna sér drögin og senda inn ábendingar eða athugasemdir við þau.
Athugasemdir skulu berast á netfangið stefan@ry.is eigi síðar en mánudaginn 24. nóvember 2025.
Hér má nálgast drög að þjónustustefnunni