DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

Guðmundur Árnason, sem er fæddur og uppalinn á Hellu, hefur gefið út glæsilegan DVD-disk um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti en hann fylgdi fjallmönnum á afréttinum í viku haustið 2012 og festi allt á filmu. Í myndinni er farið um eitt fegursta hálendi Íslands í Rangárþingi ytra og liggja m.a. tvær þekktar gönguleiðir um þennan afrétt Rangvellinga en það eru Laugavegur og Strútsstígur.

Sveinn M. Sveinsson hjá Plúsfilm og Gummi St. aðstoðuðu Guðmund við upptökur, klippingu og frágang á verkefninu. Hægt er að velja um íslenskt eða enskt tal. Menningaráð Suðurlands styrki Guðmund til verkefnisins auk sveitarfélagsins Rangárþings ytra sem veitti styrk m.a. vegna fæðiskostnaðar og kaupa á 10 mynddiskum fyrir 100.000 kr.

Á myndinni er Guðmundur með diskinn en hann verður m.a. til sölu laugardaginn 21. september í Reyðarvatnsréttum á Rangárvöllum, auk þess að vera í sölu í verslunum á Hellu, Selfossi og víðar. Guðmundur er með netfangið gummiarna@hotmail.com fyrir áhugasama um diskinn.


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?