Mynd: Sólveig Stolzenwald
Mynd: Sólveig Stolzenwald

Ákveðið hefur verið að starf leikskólanna á Laugalandi og Heklukoti í Dymbilvikunni miðist við að taka eingöngu á móti þeim börnum sem eru í forgangi þ.e. börn framlínustarfsmanna samkvæmt sérstökum lista sóttvarnarlæknis og almannavarna. Leikskólastjórar munu skipuleggja starfið í samræmi við þetta og hafa samband við foreldra. Þetta er gert til að létta á leikskólunum okkar en starfsfólk grunn- og leikskóla hefur staðið sig með einstakri prýði á þessum erfiðu tímum og samstarf við foreldra verið hreint út sagt frábært. Það verður því aðeins lengra páskafrí í skólum okkar að þessu sinni. Gætum að því að fara varlega, passa upp á sóttvarnir eftir bestu getu og hjálpast að.

Góðar kveðjur,

f.h. sveitarstjórnar, stjórnar Odda bs og Viðbragðsteymis Rangárþings ytra

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?