Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa í Rangárþingi ytra sumarið 2020

Sveitarfélagið varð á dögunum aðili að Heilsueflandi samfélagi. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða eldri einstaklingum sveitarfélagsins upp á heilsueflingu í formi hreyfingar.

Lögð verður áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum þar sem farið er eftir helstu ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og alþjóðlegra heilbrigðissamtaka um hreyfingu sem mæla með 30 mínútna hreyfingu alla daga vikunnar þar sem styrktarþjálfun er stunduð að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.

Markmið verkefnisins er að bæta afkastagetu þátttakenda, auka þol, styrk og efla hreyfifærni með markvissri þjálfun og stuðla þannig að bættum lífsgæðum eldri aldurshópa í sveitarfélaginu.

Þátttaka er án endurgjalds og gefur eldri einstaklingum kost á að koma saman og eiga góðar stundir. Þjálfun fer fram í íþróttamiðstöðinni á Hellu ásamt heilsubótargöngum utandyra.

Kynning á verkefninu verður föstudaginn 10. júlí kl. 15:00 í matsal íþróttamiðstöðvarinnar.

Umsjón með þjálfun og framkvæmd hefur Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið anitatryggva@gmail.com eða haft samband í síma 865-7652.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?