Kynningardagur sumarnámskeiða 2025

Sumarið er á næsta leiti og sumardagskrá barna í Rangárþingi ytra verður fjölbreytt og skemmtileg.

16. maí næstkomandi verður kynningardagur sumarnámskeiða í íþróttahúsinu á Hellu og BMX brós ætla einnig að mæta í brettagarðinn með sýningu og námskeið.

Gleðin hefst kl. 16 og hvetjum við íbúa til að koma og kynna sér úrvalið og skemmta sér með hjólameisturunum í BMX brós.

Öll sem vilja geta mætt með hjól og tekið þátt í námskeiðinu eftir sýninguna.