13. nóvember 2025
Árleg fjáröflun björgunarsveitanna með sölu neyðarkallsins er nýafstaðin en þetta var í 20. skiptið sem salan fer fram. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnardeilda og nýtist til að efla og styrkja starfið.
Fjáröflunin er björgunarsveitunum afar mikilvæg og er sölufólki almennt vel tekið.
Rangárþing ytra hefur um margra ára skeið keypt stóra neyðarkallinn af Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og gerði það að sjálfsögðu í ár líka.
Fulltrúi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu kom við á dögunum og afhenti Jóni Valgeirssyni sveitarstjóra neyðarkallinn og þökkum við kærlega fyrir það.