Engir innkaupalistar hjá grunnskólum Odda bs

Engir innkaupalistar hjá grunnskólum Odda bs

Nú í skólabyrjun er sönn ánægja að geta sagt frá því að grunnskólar Odda bs munu útvega öll kennslugögn sem nemendur þurfa á að halda í vetur, s.s. stílabækur, reikningsbækur, blöð og fl. Þá hafa nemendur aðgang að ritföngum í skólanum sem venjulega eru til staðar í pennaveskjum þeirra. Innkaupalistarnir heyra því sögunni til og nemendur beggja grunnskóla Odda bs, á Hellu og Laugalandi, hafa aðgang að samskonar kennslugögnum og eru þau keypt inn sameiginlega fyrir báða skólana. Þess má geta að sameiginlegur starfsdagur allra leik- og grunnskóla Odda bs er mánudaginn 21. ágúst.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?