Fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu athugið!

Frá og með 1. janúar 2022 þarf að framvísa aðgangskorti þegar úrgangur er losaður á móttökustöðinni á Strönd.

Aðgangskortið er jafnframt klippikort sem inniheldur heimild til losunar á allt að 5 rúmmetrum af gjaldskyldum úrgangi.

Allir fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu sem greiða sorpeyðingargjald fá eitt klippikort á ári. Kortin verða afhent strax á nýju ári á skrifstofum sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps og á móttökustöðinni á Strönd.

Að flokka er flott!

Stjórn og starfsmenn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?