Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaður

Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaður

Á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember s.l. var ákveðið að lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í C-flokki úr 1.65% í 1.5 % árið 2022. Þetta er gert til þess að koma til móts við atvinnurekendur í sveitarfélaginu og til að hvetja til byggingar atvinnuhúsnæðis en sveitarfélagið hefur nú m.a. skipulagt og undirbúið nýtt framtíðarhverfi með atvinnu-, þjónustu-, og iðnaðarlóðum sunnan Suðurlandsvegar við Hellu. Reiknað er með að hefja gatnagerð og úthlutun lóða í þessu nýja hverfi fljótlega á nýju ári.

.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?