Félagsmiðstöðin Hellirinn auglýsir eftir starfsmanni

Félagsmiðstöðin Hellirinn auglýsir eftir starfsmanni

Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi í hlutastarf við félagsmiðstöðina Hellinn á Hellu sem er fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk.

Félagsmiðstöðin Hellirinn er opin alla miðvikudaga frá kl. 17-22 aðra vikuna og frá kl. 17-19 hina vikuna. Einnig eru aðrir viðburðir sem lenda utan þessa tíma.

Gerð er krafa um frumkvæði, góða samskiptahæfileika og hreint sakavottorð. Reynsla af vinnu í félagsmiðstöð er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september.

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á ry@ry.is.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?