Starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til afleysinga í eitt ár með möguleika á áframhaldandi vinnu. Umsóknafrestur er til og með 7. september 2020.

Helstu verkefni:

 • Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
 • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Situr teymisfundi og aðra fundi samkvæmt samkomulagi við félagsmálastjóra
 • Tekur þátt í sískráningu
 • Virk þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum

Menntun og hæfniskröfur:

 • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda
 • Starfsreynsla og þekking á sviði barnaverndar æskileg
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur

Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef enginn félagsráðgjafi sækir um. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu annast félagsþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofur félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skulu berast á netfangið svava@felagsmal.is fyrir 7. september 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir starfandi félagsmálastjóri í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?