Ferðakaupstefnan HITTUMST 2013

Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins bjóða aðilum innan Markaðsstofu Suðurlands að taka þátt í ferðakaupstefnunni ,,Hittumst 2013" föstudaginn 6. september frá kl. 10:00 til 18:00 á Grand Hotel í Reykjavík.

Gott tækifæri fyrir sunnlensk ferðaþjónustufyrirtæki til að koma sér á framfæri og tengjast ferðaheildsölum á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirkomulag kaupstefnunnar er þannig að frá kl. 10:00 til 12:00 er hún ætluð ferðaþjónum og öðrum hagaðilum í ferðaþjónustu að hittast og kynna innbyrðis vöru sína og þjónustu.  Í hádeginu er í boði einstaklega áhugaverður fyrirlestur frá Visit Tromsö en frá kl. 14:00 til 18:00 verður kaupstefnan opnuð almenningi og gefst þátttakendum þá tækifæri til að kynna sig og starfssemi sína fyrir innlendum fyrirtækjum og stofnunum. Kaupstefnan verður sérstaklega markaðssett á fyrirtækjamarkað fyrir þennan hluta.

Stjórn FSH hvetur alla félagsmenn til að leggja sitt af mörkum til að efla tengingu milli ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu sem og landinu öllu. Þessvegna leggjum við áherslu á að Hittumst er fyrir alla fagaðila í ferðaþjónustu. Hittumst er einnig frábært tækifæri fyrir fyrirtæki og starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja að kynnast og þétta hópinn.

Um kvöldið verður uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins haldin þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi. 

Þátttökugjald er 10.000 kr. fyrir félaga í Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins en 25.000 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði er aðstaða á Hittumst (borð, stólar, dúkar) og tveir miðar á uppskeruhátíðina. Að sjálfsögðu er hægt að kaupa fleiri miða á uppskeruhátíðina og hvetjum við ferðaþjónustuaðila til að fjölmenna og gera sér glaðan dag.  Við hvetjum ferðaþjónustuaðila til að ganga í samtökin og njóta þannig bestu kjara sem og tengslanets samtakanna.

Til að gerast félagi http://www.ferdamalasamtok.is/landshlutasamtok/hofudborgarsvaedid

http://www.ferdamalasamtok.is/component/content/article/46-new-collection/233-hittumst-2013

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?