Ferðamenn í Rangárþingi ytra

 Í erindi Rögnvaldar kom fram að tæplega 600 þúsund erlendir gestir hafi haft viðkomu í Rangárvallasýslu árið 2014 sem er 154% fjölgun milli ára. Á samráðsfundinum kynnti Rögnvaldur m.a. skýrslu sem hann hefur nú unnið fyrir Rangárþing ytra um "Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2014".

Fundurinn var geysilega vel sóttur af ferðaþjónustuaðilum í Rangárþingi ytra og öðru áhugafólki um ferðamál á svæðinu. Í kjölfar erindis Rögnvalds spunnust umræður um þau tækifæri sem blasa við hér, hvernig þau verði sem best nýtt og mikilvægi samstöðu í málaflokknum. Sólrún Helga Guðmundsdóttir, formaður Atvinnu- og menningarmálanefndar, metur skilaboð fundarins m.a. þau að nauðsynlegt sé að samræma markaðs- og kynningarmál innan og á vegum sveitarfélagsins.

Slóð á skýrsluna er hér: Ferdamenn_Ry_2008-2014.pdf

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?