Fjárræktarfélagið Litur heldur fjárlitasýningu

Fjárræktarfélagið Litur stendur fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu sunnudaginn 12. október kl. 14:00.

Sýningin fer fram í Árbæjarhjáleigu II.

Keppt er í flokkunum:

  • Gimbrar
  • Lambhrútar
  • Ær með afkvæmum

Ásamt því að gestir kjósa fallegasta furðulitinn.

Félagsmenn eru minntir á að koma með veitingar á kaffihlaðborð.

Fjárlitasýningin er að venju opin öllum

 

Nefndin