Fjarskiptaæfing laugardaginn 15. mars 2014 á áhrifasvæði hugsanlegs Kötlugoss.

Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, í samvinnu við Neyðarlínuna og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, boðar til fjarskiptaæfingar á áhrifasvæði hugsanlegs Kötlugoss þann 15. mars n.k. kl. 11:00

Ætlunin er að senda eftirfarandi sms skilaboð í alla farsíma á áhrifasvæðinu til að kanna dreifingu skilaboðanna.

"Æfing.  Fjarskiptaæfing vegna Kötlu. Ekki þörf á svörun"

Allir farsímar á þessu svæði ættu að fá ofangreind skilaboð

Unnið hefur verið markvisst að því að bæta neyðarsímsendingar frá því í gosinu í Eyjafjallajökli 2010 og á síðasta ári lauk Neyðarlínan við þróun á kerfi sem sendir skilaboð í alla gsm síma, óháð símkerfi og þjóðerni. Kerfið var prófað á fyrri hluta síðasta árs og gaf það góða raun.   Jafnframt hafa verið lagðir talsverðir fjármunir í að byggja upp betri fjarskipti m.a. með nýjum sendum svo boð geti borist til allra á svæðinu.  Mikilvægt er að allir þeir sem eru á svæðinu og fái ekki boð í sína síma komi því á framfæri.  Tilgangur æfingarinnar er að tryggja að skilaboðin komist til allra og inn á öll svæði sem þau eiga að berast.

Ef skilaboðin koma ekki í síma ykkar þá þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið: sveinnr@logreglan.is:   

Nafn:   
Símanúmer: 
Símafyrirtæki: 
Hvar staðsettur á tímabilinu frá kl. 11 – 12 þann 15. mars: 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?