07. ágúst 2025
Fjóla Kristín B. Blandon og Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri handsala ráðninguna.
Fjóla Kristín B. Blandon hóf nýlega störf á skrifstofu Rangárþings ytra sem sérfræðingur á skjalasviði.
Fjóla er með mastersgráðu í íþróttasálfræði og kennsluréttindi. Hún stundar einnig bókaranám hjá NTV. Síðustu 5 ár hefur hún starfað sem kennari í Laugalandsskóla, einkum við íslenskukennslu á unglingastigi.
Við bjóðum Fjólu velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar.