Fjölskylduganga UMF Heklu og miðnæturopnun í sundlauginni

Í tilefni hreyfiviku UMFÍ ætlar UMF Hekla að standa fyrir fjölskyldugöngu fimmtudaginn 1. júní ásamt því að miðnæturopnun verður í sundlauginni á Hellu. Fyrirhugað er að koma saman við sundlaugina kl. 18:00 og grilla. Pylsur í boði fyrir alla en fólk má að sjálfsögðu koma með eitthvað á grillið. Í framhaldi af því eða um kl. 19:00 verður gengið niður að Ægissíðufossi. Göngustjórar verða Inga Heiðar og Elín Stolz. Viljum við hvetja fólk til að koma og fá sér hressandi göngutúr. Einnig er í góðu lagi að hafa með sér ruslapoka til að grípa með sér það rusl sem á vegi fólks verður.

Að göngu lokinni eru allir hvattir til þess að fara í sund og verður skúffukaka og mjólk í boði að sundi loknu. Einnig viljum við vekja athygli á því að opið verður til miðnættis í sundlauginni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?