04. nóvember 2025
Er geymslan orðin full? Fataskápurinn að springa? Börnin hætt að leika með dótið?
Við bjóðum íbúum upp á vettvang til að halda flóamarkað í íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 22. Nóvember frá kl. 12–16!
Skráðu þig með því að smella hér og fylla út eyðublaðið
Athugið að þetta er ekki ætlað fyrir fyrirtæki, handverksframleiðslu eða annað slíkt – aðeins íbúa sem vilja selja, gefa eða skipta einhverju af heimilinu.
Nú er lag að taka til fyrir jólin og létta á geymslunni og munið að eins manns rusl er annars gull og hver veit nema jólasveinarnir geti jafnvel nælt sér í skófóður fyrir aðventuna!
Fyrirkomulagið verður svona:
- Ef þú vilt taka þátt fyllirðu út þetta EYÐUBLAÐ (eða sendir póst á osp@ry.is)
- Svo mætir þú 22. nóvember í íþróttahúsið á Hellu og stillir upp þínu borði
- Borð verða í boði á staðnum en seljendur stilla þeim upp sjálfir
- Hægt er að mæta og stilla upp frá kl. 10
- Svo máttu selja, skipta og gefa að vild
Reglurnar:
- Ekki fyrir framleiðendur/söluvöru – aðeins góss frá heimilum íbúa
- Allir ganga vel um og skilja ekkert eftir í íþróttahúsinu í lok dags
- Ekki mæta með MJÖG stóra hluti eins og sófasett