Flugbjörgunarsveitin á Hellu minnir á flugeldasöluna

Árleg flugeldasala Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu verður á sínum stað í húsi sveitarinnar við Dynskála 34 á Hellu.

Opnunartíminn:

  • Sunnudaginn 28. desember frá 14-21
  • Mánudaginn 29. desember frá 13-21
  • Þriðjudaginn 30. desember frá 13-21
  • Miðvikudaginn 31. desember frá 9-16
  • Þriðjudaginn 6. janúar frá 14-16

Þau sem vilja styrkja sveitina með beinum framlögum í stað flugeldakaupa geta lagt inn á eftirfarandi reikning:

Kt: 4107750269

Reikningur: 0308-26-615

 

Áramótabrennan verður svo að venju kl. 17 á gamlársdag við Gaddstaðaflatir og flugeldasýningin kl. 17:30.